Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2024 09:16 Árásin var gerð í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. AP Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. Finnska innanríkisráðuneytið greindi frá því að ákveðið hefði verið að flagga í hálfa stöng frá klukkan átta í morgun. Árásin var gerð í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann og eru starfsmenn skólans um níutíu. Barnið sem er í haldi lögreglu hefur játað aðild sína að árásinni og er grunað um manndráp og tilraun til manndráps. Ekkert hefur þó verið gefið upp um ástæður árásarinnar, þó að lögregla segist hafa ákveðna hugmynd um það. „Ef maður mætir með byssu í skólann, þá er hægt að segja að það krefjist ákveðinnar skipulagningar,“ sagði lögreglustjórinn Kimmo Hyvärinen á blaðamannafundi í gær. AP Í frétt YLE segir að árásarmaðurinn og hinn látni, auk annarrar stúlkunnar sem særðist, séu finnskir ríkisborgarar. Hin stúlkan sem særðist er með kósovóskan og finnskan ríkisborgararétt. Lögregla hefur sérstaklega varað við að að rangar upplýsingar um árásina séu nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi á TikTok. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi. Finnland Tengdar fréttir Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Finnska innanríkisráðuneytið greindi frá því að ákveðið hefði verið að flagga í hálfa stöng frá klukkan átta í morgun. Árásin var gerð í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann og eru starfsmenn skólans um níutíu. Barnið sem er í haldi lögreglu hefur játað aðild sína að árásinni og er grunað um manndráp og tilraun til manndráps. Ekkert hefur þó verið gefið upp um ástæður árásarinnar, þó að lögregla segist hafa ákveðna hugmynd um það. „Ef maður mætir með byssu í skólann, þá er hægt að segja að það krefjist ákveðinnar skipulagningar,“ sagði lögreglustjórinn Kimmo Hyvärinen á blaðamannafundi í gær. AP Í frétt YLE segir að árásarmaðurinn og hinn látni, auk annarrar stúlkunnar sem særðist, séu finnskir ríkisborgarar. Hin stúlkan sem særðist er með kósovóskan og finnskan ríkisborgararétt. Lögregla hefur sérstaklega varað við að að rangar upplýsingar um árásina séu nú í dreifingu á samfélagsmiðlum, sér í lagi á TikTok. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi.
Finnland Tengdar fréttir Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33
Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28