Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 18:59 María segir málin fleiri en eitt, og þau varði fleiri en einn einstakling. Vísir/Egill Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra ræddi nýlega mál spænskra stúlkna sem urðu fyrir því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Þá sagði hún líklegt að slíkt mál myndi koma upp á Íslandi innan tíðar, en sú spá reyndist rétt. María var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag, en viðtalið í heild sinni má nálgast neðar í fréttinni. „Íslendingar eru náttúrlega svo tæknivæddir að það var auðvitað borðleggjandi að þetta myndi gerast hér,“ segir María. Hún segir mál af þessu tagi vera komnar á borð lögreglunnar og inn í fleiri kerfi. Hún segir þá sem lenda í slíkum málum vera brotaþola, og þar af leiðandi þurfi að taka á slíkum málum, bæði einstaklinganna vegna og til þess að koma skýrum skilaboðum um að svona verknaður sé ekki í lagi á framfæri. En ná lögin yfir þetta? „Já, við erum með þessar breytingar sem urðu á íslenskum lögum árið 2021. Þau gera ráð fyrir að brot gegn kynferðislegri friðhelgi geti verið refsivert, jafnvel þótt efnið sé falsað,“ segir María. Hún segir að fleiri en eitt mál þar sem fölsun á nektarmyndum kemur við sögu hafa komið á borð lögreglunnar. Og að málin varði fleiri en einn einstakling. „Gervigreind er svo aðgengileg og svo auðveld. Meira að segja ég, sem á stundum erfitt með að kveikja á sjónvarpinu heima hjá mér, gat gert þetta. Ég gat búið til svona,“ segir María. Hún segir að þar af leiðandi yrðu krakkar sem eru aldir upp í svo tæknivæddum heimi enga stund að láta gervigreind búa til falsaðar nektarmyndir. „Þetta er jafn auðvelt fyrir þau og er fyrir okkur að selja hjól á Facebook.“ Hvaða ferli fer af stað þegar svona mál kemur upp? „Þá skiptir máli hve aðilarnir eru gamlir. Þegar við erum með mál þar sem um ræðir börn, undir fimmtán ára sérstaklega, þá verður þetta barnaverndarmál.“ María segir bæði lögreglu og almenning nú geta gripið til ákveðinnar tækni sem hjálpar til við að fjarlægja falsaðar nektarmyndir af netinu. „Ef brotaþolar eru yfir átján ára er vefsíða sem heitir Stopncii.org, þar sem er hægt að koma í veg fyrir að myndefni dreifist frekar. Og ef þetta er efni sem varðar undir átján ára, er það Takeitdown.ncmec.org.“ Á vefsíðunum er stafrænt fingrafar tekið af mynd eða myndskeiði sem inniheldur stafrænt kynferðisofbeldi. Fjöldi miðla, til dæmis Meta, Snapchat, Onlyfans og Pornhub, eru í samstarfi við síðurnar. Miðlarnir koma í veg fyrir að hægt sé að birta myndir, sem tilkynntar hafa verið á ofangreindar síður, á nýjan leik. „En við [Ríkislögreglustjóri] höfum auðvitað ennþá frekari tækifæri til þess að láta taka niður myndefni. Það gengur hraðast þegar um er að ræða börn,“ segir María. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Gervigreind Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira