Álftanes lagði Hauka með sjö stiga mun í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta, lokatölur 91-98. Var Haukur Helgi allt í öllu hjá gestunum.

„Haukur Helgi var óheppinn að lenda í þessari aftan á keyrslu en er búinn að vera frábær finnst mér þetta tímabil, ætla ekki að skafa af því. Finnst hann búinn að vera betri heldur en hann var nokkurn tímann með Njarðvík þessi tvö tímabil,“ sagði Ómar Örn Sævarsson og hélt áfram.
„Finnst eins og hann sé búinn að ná sér af þeim meiðslum sem voru að plaga hann þegar hann var í Njarðvík. Í þessum leik (gegn Haukum) finnst mér vanta örlítið upp á formið hjá honum því það er stutt síðan hann var meiddur Skotin hans með meiri boga og fannst hann líta rosalega vel út.“
Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.