Hansen ætlar sér að spila með Dönum á ÓL í sumar en eftir það kveður hann sviðið. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en Hansen mun staðfesta þessar fréttir á blaðamannafundi á morgun.
Hansen er orðinn 36 ára gamall og hefur átt glæstan feril. Hann hóf ferilinn hjá GOG í heimalandinu og spilaði svo með Barcelona, AG Köbenhavn og PSG áður en hann hélt aftur heim þar sem hann spilar með liði Álaborgar.
Hann hefur spilað hátt í 300 landsleiki og skorað í þeim rúmlega 1.300 mörk.
Hansen hefur unnið HM þrisvar með Dönum, EM einu sinni og svo var hann í Ólympíuliði Gumma Gumm árið 2016 sem vann gullverðlaun.