Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2024 10:51 Alex Murdaugh í dómsal í Suður-Karólínu í janúar. AP/Tracy Glantz Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Þar að auki hafði Murdaugh játað sekt í öðru fjársvikamáli og verið dæmdur til 27 ára fangelsisvistar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun hann afplána fjörutíu ára dóminn samhliða lífstíðarfangelsinu en verði morðdómunum snúið í áfrýjun myndi hann þó þurfa að sitja inn í þessi fjörutíu ár. Morðmál Murdaugh hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á undanförnum árum. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Alríkissaksóknarar höfðu eingöngu farið fram á tæplega 22 ára dóm yfir Murdaugh en Richard Gergel, dómarinn í málinu, sagðist hafa dæmt Murdaugh í fjörutíu ára fangelsi vegna þess að hann hafi brotið á fólki í viðkvæmri stöðu. Meðal annars hafi hann stolið af manni sem lamaðist í bílslysi, lögreglumanni sem slasaðist í starfi og stolið úr sjóði fyrir munaðarlaus börn. Gergel sagði Murdaugh hafa rænt fólk sem hafi treyst honum. Rannsakendur telja einnig að Murdaugh hafi sagt ósatt um hvað varð um sex milljónir dala sem hann stal og hvort annar lögmaður hafi hjálpað honum. Auk fangelsisvistarinnar var Murdaugh dæmdur til að greiða tæpar níu milljónir dala í skaðabætur. Eitt málanna sem Murdaugh var ákærður og dæmd fyrir sneri að sonum Gloriu Satterfield, sem starfaði lengi sem ráðskona hjá Murdaugh. Hún dó árið 2018 nokkrum vikum eftir að hún féll á heimili Murdaughs og meiddist á höfði. Murdaugh hét sonum hennar því að sjá um peninga sem synir hennar fengu í tryggingagreiðslu. Þeir sáu þá peninga þó aldrei þar sem Murdaugh rændi þeim, tæplega fjórum milljónum dala. Í dómsal í gær lýsti Murdaugh því yfir að hann væri miður sín yfir brotum sínum. Hann sagðist fullur iðrunar og bauðst til að hitta fórnarlömb sín svo þau gætu sagt við hann það sem þau vildu segja. Murdaugh hefur kennt ópíóðafíkn um brot sín og sagðist vera stoltur af því að hafa neytt neinna efna í 937 daga. Gergel gaf þó lítið fyrir það og sagði að enginn sem væri raunverulega skaddaður vegna fíknar hefði getað skapað það flókna völundarhús skúffufélaga og reikninga sem hann hefði gert og yfir nærri því tuttugu ára tímabil. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49 Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Þar að auki hafði Murdaugh játað sekt í öðru fjársvikamáli og verið dæmdur til 27 ára fangelsisvistar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun hann afplána fjörutíu ára dóminn samhliða lífstíðarfangelsinu en verði morðdómunum snúið í áfrýjun myndi hann þó þurfa að sitja inn í þessi fjörutíu ár. Morðmál Murdaugh hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á undanförnum árum. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Alríkissaksóknarar höfðu eingöngu farið fram á tæplega 22 ára dóm yfir Murdaugh en Richard Gergel, dómarinn í málinu, sagðist hafa dæmt Murdaugh í fjörutíu ára fangelsi vegna þess að hann hafi brotið á fólki í viðkvæmri stöðu. Meðal annars hafi hann stolið af manni sem lamaðist í bílslysi, lögreglumanni sem slasaðist í starfi og stolið úr sjóði fyrir munaðarlaus börn. Gergel sagði Murdaugh hafa rænt fólk sem hafi treyst honum. Rannsakendur telja einnig að Murdaugh hafi sagt ósatt um hvað varð um sex milljónir dala sem hann stal og hvort annar lögmaður hafi hjálpað honum. Auk fangelsisvistarinnar var Murdaugh dæmdur til að greiða tæpar níu milljónir dala í skaðabætur. Eitt málanna sem Murdaugh var ákærður og dæmd fyrir sneri að sonum Gloriu Satterfield, sem starfaði lengi sem ráðskona hjá Murdaugh. Hún dó árið 2018 nokkrum vikum eftir að hún féll á heimili Murdaughs og meiddist á höfði. Murdaugh hét sonum hennar því að sjá um peninga sem synir hennar fengu í tryggingagreiðslu. Þeir sáu þá peninga þó aldrei þar sem Murdaugh rændi þeim, tæplega fjórum milljónum dala. Í dómsal í gær lýsti Murdaugh því yfir að hann væri miður sín yfir brotum sínum. Hann sagðist fullur iðrunar og bauðst til að hitta fórnarlömb sín svo þau gætu sagt við hann það sem þau vildu segja. Murdaugh hefur kennt ópíóðafíkn um brot sín og sagðist vera stoltur af því að hafa neytt neinna efna í 937 daga. Gergel gaf þó lítið fyrir það og sagði að enginn sem væri raunverulega skaddaður vegna fíknar hefði getað skapað það flókna völundarhús skúffufélaga og reikninga sem hann hefði gert og yfir nærri því tuttugu ára tímabil.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49 Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46
Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna