Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. apríl 2024 23:28 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir þörf á göngum víða um land. Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð. Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni í Facebook-færslu í dag. Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land. Þjóðvegurinn hefur verið lokaður tvo daga í röð um Öxnadalsheiði og var hann lokaður í fjóra daga um Fjarðarheiði áður en hún opnaði í kvöld. Vestur á fjörðum var lokað um Þröskulda og Dynjandisheiði í dag. Steingrímsfjarðarheiði var lokuð í morgun og opnaði eftir mokstur en þar er þungfært og Skafrenningur. Á Norðurlandi er vegurinn um Víkurskarð og Dalsmynni ófær og vegna veðurs er líklega orðið ófært um Þverárfjall. Fjölmargir hafa brugðist við færslunni og virðast flestir sem skrifa ummæli við færslunni henni sammála. Gleymst að skattleggja ferðamennskuna Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason skrifar ummæli við færslu Ásthildar og tekur undir orð hennar og hnýtir um leið í aðgerðarleysi stjórnvalda undanfarinn áratug. „Nú fer senn að ljúka áratug fjársveltis til innviða, áratug skattleysis og ofgróða sumra. Ísland er enn hannað fyrir 250,000 manns en mannfjöldinn hér stundum hálf milljón. Það gleymdist að skattleggja ferðamennskuna almennilega og stórútgerðin hefur ekki greitt sitt fyrir gjafakvótann. Hrikalegt dæmi er síðan Vestfjarðavegur sem er sundurétinn af laxeldisflutningum fyrirtækja sem fengu firðina frítt og heimta nú vegina frítt. Já, það er aldeilis tími kominn á nýja hugsun, tími til að byggja upp nýtt Ísland, munið að kjósa ekki óbreytt ástand í næstu kosningum!“ skrifar Hallgrímur. Aðrir sem skrifa ummæli við færsluna nefna Snæfellsveg og að hann sé skammt frá því að vera ónýtur. Fannar nokkur Hjálmarsson telur Vegagerðina ekki fá nægilega fjármuni til að viðhalda malbikuðum vegum, Snæfellsnesvegur sé korter frá því að vera eins og Vestfjarðarvegur um Bjarkarlund. „Ég myndi segja að hann væri þrjár mínútur í að fara í óstand,“ svarar Ásthildur. Þess ber að geta að faðir Ásthildar, Sturla Böðvarsson, var samgönguráðherra frá 1999 til 2007 og voru bæði Almannaskarðsgöng og Fáskrúðsfjarðagöng byggð í hans ráðherratíð.
Akureyri Skagafjörður Múlaþing Samgöngur Vegagerð Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Umferð Færð á vegum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira