„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 13:42 Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. „Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni. Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Einbeita okkur að svæði sem er vestan megin við gíginn, milli Hagafells og Sundhnjúka. Þetta er ágætlega stórt svæði, einhver hundruð metra, erfitt að gera sér grein fyrir því nákvæmlega því þetta er svo mishæðótt,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík, sem fer fyrir um 15 manna hópi sem berst nú við eldana. Í fyrradag lauk slökkviliðið slökkvistarf og fyrirbyggjandi ráðstafanir vegna gróðurelda austan við gígana. Þá hafði Einar orð á því að svæðið væri erfitt yfirferðar. Svæðið vestan við gíginn er jafnvel enn torfærara. „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir, en komast þetta þó. Svo þarf að leggja langar slöngulagnir til að eiga við þetta,“ segir Einar. Um er að ræða glóðarbruna í gróðrinum, sem Einar segir magnast upp í strekkingsvindi eins og nú er á svæðinu. „Þetta er ein löng lína sem við erum að kljást við,“ segir Einar, en aðgerðir slökkviliðs á þessu svæði hafa staðið yfir síðan í gær. Hann segir gróðureldana ekki enn nálægt því að ná sömu stærð og gerðist við gosstöðvarnar í fyrra. Nú hafi verið brugðist fyrr við og verklag vegna slíkra elda sé mönnum afar ferskt í minni.
Slökkvilið Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30. mars 2024 22:52