Enski boltinn

Aston Villa endur­heimti fjórða sætið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Moussa Diaby var hetja Aston Villa í dag er hann skoraði og lagði upp mörk liðsins.
Moussa Diaby var hetja Aston Villa í dag er hann skoraði og lagði upp mörk liðsins. Lee Parker - CameraSport via Getty Images

Aston Villa vann 2-0 á heimavelli gegn Wolves og endurheimti þar með fjórða sætið sem Tottenham tók af þeim í dag. 

Moussa Diaby kom heimamönnum yfir á 36. mínútu þegar varnarmenn Wolves hreinsuðu burt fyrirgjöf frá Leon Bailey. Boltinn datt fyrir Diaby við vítateigslínuna og hann þrumaði honum í netið. 

Diaby lagði svo annað markið upp þegar hann stakk boltanum inn fyrir á varnarmanninn Ezra Konsa. Konsa virtist vera að gefa fyrir markið en hitti boltann furðulega og hann flaug yfir markvörð Wolves og í netið. 

Aston Villa fór með þessum sigri aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Þremur stigum fyrir ofan Tottenham en hafa spilað einum leik fleiri. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×