Newcastle reis upp frá dauðum í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 14:39 Harvey Barnes tryggði Newcastle United sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Getty/Stu Forster Hamrarnir misstu frá sér frábæra stöðu á St. James Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle tryggði sér 4-3 sigur á West Ham með því að skora þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira