Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 16:56 Lögregla telur að ungmenni standi að baki sprengingum sem heyrst hafa víða um höfuðborgarsvæðið, þar sem til slíkra sást eftir háværan hvell í Kópavogi. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Fjallað var um háværan hvell sem heyrðist í Hlíðahverfinu í gær, líkt og margir íbúar greindu frá á sameiginlegum umræðuvettvangi sínum á Facebook. Þóra Jónasdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir talið líklegast að ungmenni með flugelda eða heimatilbúnar sprengjur séu að verki. „Í einu málinu sáust ungmenni hlaupa í burtu eftir sprengingu. Það var í Kópavogi og fyrir nokkru síðan,“ segir Þóra. Sprengingar hafa heyrst í Hlíðunum, Kópavogi, Garðabæ, Breiðholti og víðar. Lögreglan hafi lítið til að vinna út frá, annað en þá staðreynd að sést hafi til ungmenna í þessu eina máli. Erfitt sé að rannsaka málin. „Það er ekkert fyrir okkur til að fara eftir. Ekki nema einhver myndi láta okkur vita hvaða aðilar eru að verki,“ segir Þóra. Oftast hafi lögreglan lítið í höndunum þegar komið er á staðinn, þar sem tilkynningar berist, eðli málsins samkvæmt, eftir að sprengingarnar eru yfir staðnar. Gríðarleg slysahætta Þóra segir að athæfi sem þetta geti verið stórhættulegt. „Sérstaklega ef þetta eru ungmenni sem eru að sprengja þetta. Það getur haft skelfilegar afleiðingar eins og þekkt er. Það hafa orðið slys út frá svona, bæði þegar verið er að búa þetta til, eða handleika flugelda eða heimagerð víti. Ef þetta er svoleiðis, ég hef ekkert fyrir mér í því, en það er líklegt.“ Þeir sem tekið hafa eftir hvellunum hafa haft orð á því að þeir séu einkar háværir, og háværari en fólk á að venjast þegar kemur að flugeldum. Líklega skýringu á því telur Þóra vera að sprengjurnar séu sprengdar í undirgöngum, til að hámarka hávaðann. Fólk sleppi því að tilkynna sjálft Lögreglu berist mismargar tilkynningar í hvert skipti, en Þóra hvetur fólk til að tilkynna frekar en ekki. „Stundum heldur fólk að einhver annar hafi tilkynnt og sleppir því að tilkynna sjálft.“ Fólk sé heldur duglegra að greina frá þessu á samfélagsmiðlum. „Maður sér þetta oft á þessum hverfasíðum, en svo er ekkert til um þetta hjá okkur. Til þess að komast fyrir þetta þá eðlilega viljum við fá að vita þetta, og helst vita hverjir eru að þessu, ef fólk hefur upplýsingar um það. Svo við getum kannski leiðrétt þessa hegðun,“ segir Þóra. „Ef þetta eru ungmenni þá er gott að foreldrar séu meðvitaðir um þetta.“ Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndefni sem tengjast málinu? Sendu okkur endilega ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira