Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 10:58 Myndin var frumsýnd í Tokyo í dag. AP Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni. Oppenheimer fjallar, eins og frægt er orðið, um samnefndan eðlisfræðing sem kom að þróun fyrstu kjarnorkuvopnanna, sem notast var við í kjarnorkuárásunum í Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Sprengingin ekki sýnd Fréttaveitan Associated Press ræddi við mann sem lifði kjarnorkuárásina af og hafði lagt sér leið í bíó. Toshiyuki Mimaki var þriggja ára gamall þegar árásirnar voru gerðar og situr nú í stjórn bandalags Japana sem lifðu af sprengingarnar tvær. Í samtali við blaðamann AP sagðist hann hrifinn af sögunni um Robert J. Oppenheimer, sem hefur verið kallaður faðir kjarnorkusprengjunnar. „Hvað voru Japanarnir að hugsa, að gera þessa árás á Pearl Harbor og byrja þar með stríð sem þeir áttu aldrei tækifæri á að sigra,“ segir Mimaki. Hann segir frá því að hafa séð myndina á forsýningu, og beðið eftir atriðinu þegar Hiroshima var sprengd, sem kom síðan aldrei. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að bíómyndin snúist að miklu leyti um árásirnar tvær fjallar hún að mestu leyti um Oppenheimer sjálfan og persónuleg vandamál hans. Takashi Hiraoka, fyrrverandi borgarstjóri Hiroshima, flutti ræðu á forsýningunni þar sem hann gagnrýndi myndina og það sem kom fram í henni, eða ekki. „Frá sjónarhorni Hiroshima var sá hryllingur sem þessi kjarnorkuvopn höfðu í för með sér ekki sýndur nægilega vel,“ höfðu japanskir miðlar eftir honum. „Myndin var gerð til þess að staðfesta þá niðurstöðu að kjarnorkusprengjan hafi verið notuð til að bjarga lífum Bandaríkjamanna,“ bætti hann við. AP náði tali af tveimur öðrum bíógestum sem gáfu myndinni mikið lof. Einn þeirra sagði myndina frábæra, enda mikið áhugaefni Japana þrátt fyrir að vera í leiðinni viðkvæmt málefni fyrir marga. Annar sagðist agndofa yfir atriðunum sem fjalla um innri óróa Oppenheimer. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Japan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Oppenheimer fjallar, eins og frægt er orðið, um samnefndan eðlisfræðing sem kom að þróun fyrstu kjarnorkuvopnanna, sem notast var við í kjarnorkuárásunum í Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni. Sprengingin ekki sýnd Fréttaveitan Associated Press ræddi við mann sem lifði kjarnorkuárásina af og hafði lagt sér leið í bíó. Toshiyuki Mimaki var þriggja ára gamall þegar árásirnar voru gerðar og situr nú í stjórn bandalags Japana sem lifðu af sprengingarnar tvær. Í samtali við blaðamann AP sagðist hann hrifinn af sögunni um Robert J. Oppenheimer, sem hefur verið kallaður faðir kjarnorkusprengjunnar. „Hvað voru Japanarnir að hugsa, að gera þessa árás á Pearl Harbor og byrja þar með stríð sem þeir áttu aldrei tækifæri á að sigra,“ segir Mimaki. Hann segir frá því að hafa séð myndina á forsýningu, og beðið eftir atriðinu þegar Hiroshima var sprengd, sem kom síðan aldrei. Skiptar skoðanir Þrátt fyrir að bíómyndin snúist að miklu leyti um árásirnar tvær fjallar hún að mestu leyti um Oppenheimer sjálfan og persónuleg vandamál hans. Takashi Hiraoka, fyrrverandi borgarstjóri Hiroshima, flutti ræðu á forsýningunni þar sem hann gagnrýndi myndina og það sem kom fram í henni, eða ekki. „Frá sjónarhorni Hiroshima var sá hryllingur sem þessi kjarnorkuvopn höfðu í för með sér ekki sýndur nægilega vel,“ höfðu japanskir miðlar eftir honum. „Myndin var gerð til þess að staðfesta þá niðurstöðu að kjarnorkusprengjan hafi verið notuð til að bjarga lífum Bandaríkjamanna,“ bætti hann við. AP náði tali af tveimur öðrum bíógestum sem gáfu myndinni mikið lof. Einn þeirra sagði myndina frábæra, enda mikið áhugaefni Japana þrátt fyrir að vera í leiðinni viðkvæmt málefni fyrir marga. Annar sagðist agndofa yfir atriðunum sem fjalla um innri óróa Oppenheimer.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Japan Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07 Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Oppenheimer hlutskörpust á Óskarsverðlaunahátíðinni Oppenheimer var sigurvegari kvöldsins á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær en myndin hreppti samtals sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu mynd, besta leikstjóra og besta karlleikara í aðalhlutverki. 11. mars 2024 06:07
Oppenheimer raðaði inn BAFTA verðlaunum Breski leikstjórinn Christopher Nolan fékk sín allra fyrstu BAFTA verðlaun í gærkvöldi fyrir leikstjórn myndarinnar Oppenheimer. Myndin fékk langflest verðlaun að þessu sinni eða sjö talsins. Á óvart kom að Barbie fékk engin verðlaun. 19. febrúar 2024 10:00
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52