Umfangsmikið verkefni að hreinsa til eftir slysið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 09:43 Vöruflutningaskipinu The Dali var siglt á brúna Scott Key Bridge í borginni Baltimore í Maryland aðfaranótt þriðjudags. AP Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Minnst sex létust þegar fraktskipi var siglt á brúna með þeim afleiðingum að hún hrundi aðfaranótt þriðjudags. Skipið varð vélarvana stuttu áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna, en samkvæmt nýju mati var brúin, sem reist var árið 1976, ekki byggð með nútíma öryggisstaðla í huga. Wes Moore ríkisstjóri Maryland lagði fram áætlun um hvernig farið yrði að því að fjarlægja skipið og brak af svæðinu og að reisa brúna upp á nýtt á blaðamannafundi í gær. „Við eigum langt í land, “ sagði hann á fundinum og að fram undan væru margar áskoranir hvað aðgerðina varðar. Ein þeirra væri lengd flutningaskipsins, sem er nærri jafn langt og Eiffelturninn. Stærsti krani Bandaríkjanna notaður Moore líkti ástandinu við atvikið þegar flutningaskipið Evergreen festist í Súesskurðinum í Egyptalandi árið 2021. Munurinn sé þó sá að brúin liggi ofan á skipinu í þetta skipti, en hann áætlar að þrjú til fjögur þúsund tonn af stáli liggi á því. Hann sagði vatnið í ánni svo dökkt og brakið svo þykkt að kafarar sæju ekki lengra en um hálfan metra fram fyrir sig. Þá sagðist hann eiga von á að 907 tonna krani, sem er sá stærsti í Bandaríkjunum, komi til Baltimore í dag. Kraninn komi til með að færa brak úr ánni. Annar fjögur hundruð tonna krani komi á morgun í sama tilgangi. Moore sagði að nú þyrfti að finna leið til þess að búta niður þann hluta brúarinnar sem liggi á skipinu til þess að hægt yrði að fjarlægja hana af skipinu með krananum. Mikið magn eldfimra efna er að finna í gámum flutningaskipsins, þar með talið litíumrafhlöður og ilmvötn. Talsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna áætlaði að 764 tonn af ætandi eða eldfimum efnum væru um borð á skipinu. Moore sagði að nú lægi mest á að opna siglingaleiðina á ný. Sérfræðingar hafa sagt að lokun brúarinnar til lengri tíma gæti ógnað vöruflutningum á heimsvísu.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira