Tonali ákærður á Englandi fyrir fimmtíu meint brot Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:27 Tonali er nú þegar að sitja af sér tíu mánaða bann frá knattspyrnuiðkun fyrir brot á veðmálareglum á Ítalíu. Nýjustu vendingar gætu orðið til þess að bannið lengist. Vísir/Getty Sandro Tonali, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið ákærður fyrir fimmtíu meint brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greinir sambandið í yfirlýsingu. Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Tonali, sem gekk til liðs við Newcastle Untied fyrir yfirstandandi tímabil, var í október á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða bann eftir að upp komst að hann hefði veðjað fjármunum á eigin leiki á meðan að hann spilaði á Ítalíu og þar með brotið í bága við veðmálareglur ítalska knattspyrnusambandsins. Auk þess var hann skikkaður til þess að sækja átta mánaða meðferð við veðmálafíkn. Nýjustu vendingar gefa til kynna að um afar víðtækt vandamál Tonali sé að ræða. Samkvæmt yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins hefur Tonali verið staðinn að því að hafa, fimmtíu sinnum, brotið í bága við reglu E8 í veðmálareglum sambandsins, með því að hafa veðjað fimmtíu sinnum á knattspyrnuleiki milli 12.ágúst og 12.október á síðasta ári. Honum er gefinn frestur til þess að standa fyrir máli sínu til 5.apríl næstkomandi en Newcastle United hefur nú þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið segist meðvitað um ákæruna á hendur Tonali vegna brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að Tonali sýni ríkulegan samstarfsvilja í þessu máli og að hann hafi stuðning félagsins á bakvið sig. Hvorki Newcastle né Tonali muni tjá sig frekar um málið á þessum tímapunkti. Newcastle United acknowledges a misconduct charge received by Sandro Tonali in respect of alleged breaches of FA Betting Rules.Sandro continues to fully comply with relevant investigations and he retains the club's full support.Due to this ongoing process, Sandro and pic.twitter.com/x62qU4hx5A— Newcastle United FC (@NUFC) March 28, 2024
Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira