„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 11:45 Reynir segir mildi að ekki hafi farið verr. Það hafi verið konu fremst í bílaröðinni sem ökumennirnir reyndu að taka fram úr að þakka. Reynir Jónsson Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi. „Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Ég var að keyra af aðreininni af Breiðholtsbraut yfir á Reykjanesbraut, sem er umferðarmikil. Ég er á hægri akrein og þá koma tveir ökuníðingar á mikilli ferð, ofsahraða, örugglega hundrað kílómetra hraða,“ segir Reynir Jónsson, sem lenti í árekstrinum í gær. Ökuníðingarnir, sem hafi verið í kappakstri á blárri Teslu og hvítum Lexus, hafi reynt að fara fram úr á vinstri akrein. „Fara alveg eins langt og þeir komast. Þeir keyra á bíl hjá konu sem er fremst. Hún nær einhvern veginn að bjarga sér út í kant. Maðurinn fyrir aftan hana sér þetta, neglir niður, og ég aftan á hann,“ segir Reynir. Ökumennirnir sem urðu valdir að slysinu hafi hins vegar bara keyrt áfram sína leið. Áreksturinn varð á tvöfaldri aðrein frá Breiðholtsbraut inn á Reykjanesbraut.Reynir Jónsson Hefði getað farið verr Reynir segir að konan sem hafi verið fremst bílanna þriggja hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi, með því að koma bíl sínum út í kant. Reynir segir að stöðva verði menn eins og þá sem óku í veg fyrir hann og fleiri í gær. „Það var bara bíll við bíl og þeir komust hvergi inn í á þessum hraða. Þannig að þeir gerðu þetta svona og hefðu getað valdið stórslysi. Þó þetta sé nógu mikið tjón þá er þetta minniháttar miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Reynir, sem þó situr uppi með umtalsvert tjón á sínum bíl, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. „En auðvitað slapp þetta vel, þó það hafi ekki verið þeim að þakka.“ Bíll Reynis var óökuhæfur eftir áreksturinn og var dreginn upp á pall og ferjaður af vettvangi.Reynir Jónsson „Algjörir ökuníðingar“ Reynir segist vita til þess að ofsaaksturinn hafi náðst á myndavél. „Það er myndavél uppi á brúnni, og þeir hafa væntanlega verið á ofsahraða þar. Þeir ná ekki svona miklum hraða á smá stund.“ Reynir hafi fengið spurn af því að skömmu síðar hafi ökumaður hvíta Lexus-bílsins tekið fram úr á ofsahraða á Reykjanesbraut. „Þetta eru algjörir ökuníðingar. Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern.“ Bíll Reynis er mikið skemmdur eftir áreksturinn.Reynir Jónsson
Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira