Sandler vinnur að Happy Gilmore 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 22:43 Adam Sandler ku vera að skrifa handrit að Happy Gilmore 2. Getty/Christopher Furlong Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit. McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2. „Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald. Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat. Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni. The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu. Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum. „Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu. Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni. Happy Gilmore 2? DP shares some correspondence that he had with Adam Sandler over the weekend. pic.twitter.com/H9r7Lqoi2C— Dan Patrick Show (@dpshow) March 25, 2024 Hollywood Tengdar fréttir Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01 Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00 Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2. „Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald. Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat. Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni. The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu. Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum. „Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu. Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni. Happy Gilmore 2? DP shares some correspondence that he had with Adam Sandler over the weekend. pic.twitter.com/H9r7Lqoi2C— Dan Patrick Show (@dpshow) March 25, 2024
Hollywood Tengdar fréttir Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01 Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00 Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01
Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00
Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00