„Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 08:00 José Mourinho vill þjálfa aftur í sumar. EPA-EFE/ANGELO CARCONI José Mourinho er tilbúinn í næstu áskorun. Þessu greinir Portúgalinn frá í viðtali. Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina. Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina.
Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira