Fótbolti

Börsungar ó­sáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim

Sindri Sverrisson skrifar
Dro Fernandez hefur þegar spilað fimm leiki fyrir aðallið Barcelona en er nú farinn til PSG.
Dro Fernandez hefur þegar spilað fimm leiki fyrir aðallið Barcelona en er nú farinn til PSG. Getty/Jose Breton

Forseti Barcelona hefur lýst yfir óánægju sinni eftir að félagið missti 18 ára miðjumanninn Dro Fernandez til PSG. Franska félagið greiddi hærra verð en ella fyrir leikmanninn í von um að halda góðu sambandi á milli félaganna.

Samkvæmt spænskum miðlum greiddi PSG 8,2 milljónir evra fyrir leikmanninn, jafnvel þó að klásúla í samningi gerði hann falan fyrir 6 milljónir evra.

Engu að síður eru Börsungar afar óánægðir enda töldu þeir samkomulag í höfn um að Fernandez yrði áfram í Katalóníu. Hann skrifaði hins vegar undir samning við PSG sem gildir til ársins 2030.

„Þetta hefur verið mjög óánægjuleg staða,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona, í útvarpsviðtali.

„Þetta kom á óvart því við höfðum samið um aðra lausn þegar hann yrði 18 ára. Okkur að óvörum tjáðu fulltrúar hans okkur að það yrði ekki hægt að standa við það sem var búið að semja við okkur um,“ sagði Laporta.

Fernandez kom inn í La Masia akademíuna frægu hjá Barcelona árið 2022. Hann hefur spilað fimm leiki fyrir aðallið félagsins, þar á meðal gegn Olympiacos í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×