Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 13:47 Tilefni þess að fólk fái öryggishnapp eru af ýmsum toga en flest málanna tengjast þó heimilisofbeldi. vísir/vilhelm Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira