Líkt við apa og klappað eins og hundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 10:17 Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa lýsir reynslu sinni af kynþáttafordómum í Íslandi í dag. Ung kona af blönduðum uppruna segir kynþáttafordóma hafa litað uppvöxt hennar og fullorðinsár á Íslandi. Hún sé því miður orðin vön rasismanum en tvö nýleg atvik knúðu hana til að stíga fram og lýsa reynslu sinni. „Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
„Síðastliðin vika hefur verið skrítin. Full af vonbrigðum, vanmætti, sorg og reiði.“ Svona hófst Facebook-færsla Júlíönu Daggar Önnudóttur Chipa, sem vakti mikla athygli í nýliðinni viku og var víða dreift á samfélagsmiðlum. Í færslunni lýsir Júlíana viðamikilli og viðvarandi reynslu sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Við settumst niður með Júlíönu í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddum kynþáttafordóma sem grassera í samfélaginu - án þess að endilega fari mikið fyrir þeim. Júlíana er 23 ára. Hún á íslenska móður en faðir hennar er frá Mósambík í Suðaustur-Afríku. Hún er alin upp í Háaleitinu í Reykjavík, hefur raunar aldrei komið til Mósambíkur, en hefur alla tíð þurft að þræta fyrir uppruna sinn. Hún kveðst ekki muna hvenær hún varð fyrst fyrir kynþáttafordómum, þeir hafi alltaf verið hluti af daglegu lífi hennar. „Fólk kemur upp að mér og snertir á mér hárið. Klappar mér eins og ég sé hundur, hlutir sem ég myndi aldrei leyfa mér að gera við annað fólk.“ Tvö nýleg atvik urðu kveikjan að áðurnefndri Facebook-færslu. Júlíana lýsir því að fyrri uppákoman hafi orðið í tíma í háskólanum, þar sem kennari hafi líkt henni við apa á klaufalegan hátt. Slíkar samlíkingar hafa rótgróna rasíska skírskotun. „Við vorum að æfa okkur fyrir framsögn fyrir það og kennarinn lætur okkur fara í leik til að hita upp. Ég stend við hliðina á henni og hún segist ætla að sýna þetta með mér. [...] Svo tekur hún utan um mig og segir: „Þú ert apinn. Augljóslega!“ og blikkar allan hópinn. Við stöndum í hring og ég lít á bekkjarfélaga mína og það þótti öllum þetta skrýtið,“ segir Júlíana. Júlíana lýsir atvikunum tveimur ítarlega í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan, fer yfir versta tilfelli rasisma sem hún hefur orðið fyrir og segir frá því hvernig óttinn við að vera öðruvísi hafði áhrif á æsku hennar. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+ og frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Kynþáttafordómar Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”