Dómararnir virtust efast um réttmæti málsins gegn FDA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 08:09 Læknarnir sem standa að málsókninni mættu í sloppunum í dómsal. Getty/Anna Rose Layden Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virðast hafa verulegar efasemdir um málflutning samtaka sem vilja að dómstóllinn felli úr gildi ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna um að heimila notkun mifepristone. Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira