Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 16:13 Neyðarboð var sent frá gámaflutningaskipinu rétt áður en það rakst á brúna. AP Photo/Mark Schiefelbein Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. Dali hafnaði á brúarstólpa Francis Scott Key brúarinnar klukkan hálf tvö að staðartíma í nótt með þeim afleiðingum að brúin hrundi í Patapsco-ána. Sjö bifreiðar, sem voru á brúni, lentu í ánni. Í þeim voru átta menn, sem allir eru taldir hafa verið að vinna við viðgerðir á brúnni. Tveimur hefur verið bjargað og er annar þeirra illa slasaður. Viðbragðsaðilar leita enn að sex og hafa kafarar meðal annars tekið þátt í leitinni. Leit stendur enn yfir að sex verkamönnum, sem voru við vinnu á brúnni þegar hún hrundi.AP Photo/Matt Rourke Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir frumrannsókn til þess að um hræðilegt slys sé að ræða. Ekkert bendi til hryðjuverks. Haft er eftir Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, að skipið hafi verið á mikilli hraðferð áður en það hafnaði á brúnni og að skipstjórinn hafi sent út neyðarboð en að skipið hafi verið á of mikilli siglingu til þess að honum tækist að afstýra árekstrinum. Með neyðarkallinu hafi skipstjóranum hins vegar tekist að koma í veg fyrir að fleiri bílar færu út á brúna, sem hefði getað leitt til enn meiri mannskaða. „Þessir menn eru hetjur, þeir björguðu mannslífum í nótt,“ sagði Wes Moore á blaðamannafundi síðdegis. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Dali hafnaði á brúarstólpa Francis Scott Key brúarinnar klukkan hálf tvö að staðartíma í nótt með þeim afleiðingum að brúin hrundi í Patapsco-ána. Sjö bifreiðar, sem voru á brúni, lentu í ánni. Í þeim voru átta menn, sem allir eru taldir hafa verið að vinna við viðgerðir á brúnni. Tveimur hefur verið bjargað og er annar þeirra illa slasaður. Viðbragðsaðilar leita enn að sex og hafa kafarar meðal annars tekið þátt í leitinni. Leit stendur enn yfir að sex verkamönnum, sem voru við vinnu á brúnni þegar hún hrundi.AP Photo/Matt Rourke Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir frumrannsókn til þess að um hræðilegt slys sé að ræða. Ekkert bendi til hryðjuverks. Haft er eftir Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, að skipið hafi verið á mikilli hraðferð áður en það hafnaði á brúnni og að skipstjórinn hafi sent út neyðarboð en að skipið hafi verið á of mikilli siglingu til þess að honum tækist að afstýra árekstrinum. Með neyðarkallinu hafi skipstjóranum hins vegar tekist að koma í veg fyrir að fleiri bílar færu út á brúna, sem hefði getað leitt til enn meiri mannskaða. „Þessir menn eru hetjur, þeir björguðu mannslífum í nótt,“ sagði Wes Moore á blaðamannafundi síðdegis.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17
Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24
Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21