Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:17 Talið er að minnst sjö bílar hafi hafnað í ánni. Ap/Kaitlin Newman Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð. Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Viðbragðsaðilar leita enn í Patapsco-á eftir að Francis Scott Key brúin hrundi í nótt. Brúin hrundi eftir að gámaflutningaskipinu Dali var siglt á einn brúarstólpann klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin hrundi eftir að flutningaskip sigldi á einn brúarstólpann.AP/Jessica Gallagher Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni og óvíst er hversu margir voru í bílunum. Tveimur hefur verið bjargað eins og áður segir, annar þeirra er sagður alvarlega slasaður. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið hafa árstraumarnir gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir í leitinni. Meðal þeirra sem taka þátt í björgunaraðgerðum eru kafarar á vegum slökkviliðsins í Baltimore. Myndband náðist af því þegar brúin hrundi og hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Á myndbandinu er hægt að sjá ljós frá bílum á brúnni, sem hafna í ánni. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, skrifaði á Twitter í morgun að hann hefði rætt við Wes Moore, ríkisstjóra Maryland, og Brandon Scott, borgarstjóra Baltimore, vegna málsins. Stuttu síðar lýsti Moore yfir neyðarástandi vegna slyssins og sagði að björgunaraðgerðir væru unnar í nánu samstarfi við alríkisyfirvöld. Statement from @GovWesMoore on the collapse of the Francis Scott Key Bridge: My office is in close communication with U.S. Transportation Secretary Pete Buttigieg, Baltimore Mayor Brandon Scott, Baltimore County Executive Johnny Olszewski, and the Baltimore Fire Department as…— Carter Elliott, IV (@CarterElliottIV) March 26, 2024 Samkvæmt umfjöllun Guardian voru 22 um borð í Dali, skipinu sem siglt var á brúna og er skráð í Singapore. Yfirvöld í Singapore hafa gefið það út að þau eigi nú í samtali við bandarísku landhelgisgæsluna vegna málsins og að þau muni rannsaka málið. Paul J. Wiedefeld, center, samgönguráðherra Maryland, á vettvangi í morgun.AP Photo/Steve Ruark Þetta er ekki fyrsta skiptið sem skipið lendir í árekstri en árið 2016 var því siglt á hafnarbakkann þegar það var á leið úr höfn og skemmdist skipið svo illa að það var kyrrsett. Sá árekstur var sagður vegna mannlegra mistaka, veðurskilyrði hafi verið góð.
Bandaríkin Brú hrynur í Baltimore Tengdar fréttir Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24 Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 26. mars 2024 10:24
Brú hrundi eftir árekstur í Baltimore Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna. 26. mars 2024 07:21