Fjórir menn fyrir dómara vegna hryðjuverkanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 21:37 Einn hinna grunuðu var sýnilega lemstraður í dómssal í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Fjórir menn hafa verið leiddir fyrir dómara vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í nágrenni Moskvu á föstudagskvöldið. Tveir þeirra játuðu skýlaust að hafa framið voðaverkin. 137 manns létu lífið þegar hópur manna hófu skothríð í Crocus City-tónleikahöllinni og meira en 150 særðust. Fjölmiðill á vegum Ríkis íslams hefur birt myndbönd af árásinni sem tekin voru upp af árásarmönnunum sjálfum en Khorasan-hópur hryðjuverkasamtakanna segjast hafa borið ábyrgð á árásunum. Pútín hefur sakað Úkraínumenn um að hafa komið að árásunum en þeir þvertaka fyrir það. Þeir tveir sem játað hafa aðild sína heita Saidakrami Murodalii Rachabalizoda og Dalerdjon Barotovich Mirzoyev og verða kærðir fyrir „hryðjuverkaárás framda af hópi einstaklinga sem olli dauða manneskju“ samkvæmt upplýsingum Guardian. Þeir hafa verið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Rússnesk yfirvöld hafa birt myndband sem sýnir mennina vera borna inn í dómssal handjárnaða. Einn hinna grunuðu var leiddur inn með bundið fyrir augun en þegar augnbindið var fjarlægt sást að hann var með stórt glóðurauga. Lýst var yfir þjóðarsorgardegi í dag vegna árásarinnar sem er sú mannskæðasta í landinu í tvo áratugi. Þjóðir heimsins hafa vottað rússnesku þjóðinni samúð sína og sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Hollands í Moskvu flögguðu í hálfa stöng. Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23. mars 2024 20:19 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22. mars 2024 21:33 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fjölmiðill á vegum Ríkis íslams hefur birt myndbönd af árásinni sem tekin voru upp af árásarmönnunum sjálfum en Khorasan-hópur hryðjuverkasamtakanna segjast hafa borið ábyrgð á árásunum. Pútín hefur sakað Úkraínumenn um að hafa komið að árásunum en þeir þvertaka fyrir það. Þeir tveir sem játað hafa aðild sína heita Saidakrami Murodalii Rachabalizoda og Dalerdjon Barotovich Mirzoyev og verða kærðir fyrir „hryðjuverkaárás framda af hópi einstaklinga sem olli dauða manneskju“ samkvæmt upplýsingum Guardian. Þeir hafa verið úrskurðaðir í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Rússnesk yfirvöld hafa birt myndband sem sýnir mennina vera borna inn í dómssal handjárnaða. Einn hinna grunuðu var leiddur inn með bundið fyrir augun en þegar augnbindið var fjarlægt sást að hann var með stórt glóðurauga. Lýst var yfir þjóðarsorgardegi í dag vegna árásarinnar sem er sú mannskæðasta í landinu í tvo áratugi. Þjóðir heimsins hafa vottað rússnesku þjóðinni samúð sína og sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Hollands í Moskvu flögguðu í hálfa stöng.
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23. mars 2024 20:19 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22. mars 2024 21:33 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Rússneska sendiráðið þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn Rússneska sendiráðið í Reykjavík segist vera þakklátt Íslendingum sem samhryggjast rússnesku þjóðinni vegna hryðjuverkaárása Ríkis íslams í Moskvu í gær. 133 létust í árásinni og fleiri særðust. 23. mars 2024 20:19
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02
Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. 23. mars 2024 16:53
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. 22. mars 2024 21:33