Simon Harris nýr leiðtogi Fine Gael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 17:26 Hann hafði áður gegnt embætti heilbrigðis- og háskólamálaráðherra. AP/Nick Bradshaw Hinn 37 ára Simon Harris verður næsti leiðtogi hins írska flokks Fine Gael. Hann er því skrefinu nær því að verða yngsti forsætisráðherra, eða taoiseach eins og þeir kalla embættið á sínu gelíska máli, í sögu landsins. Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020. Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hann tekur við af Leo Varadkar sem hefur farið fyrir flokknum síðan 2017 en hét því að láta af störfum um leið og arftaki hans hafði verið valinn fyrr í vikunni. Leo hafði einnig gegnt embætti taoiseach tvisvar síðustu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn Fine Gael, Fianna Fáil og Græningja. Í þakkarræðu sinni sagði Simon að það væri „mesti heiður lífs míns að leiða þennan mikla flokk, okkar mikla flokk, Fine Gael.“ Hann þakkaði flokknum sínum og þeim sem hann kusu fyrir að treysta honum fyrir verkefninu og segist ætla að endurgjalda það traust sem honum var veitt með dugnaði. „Með blóði, svita og tárum, allan liðlangan daginn, af ábyrgð og auðmýkt og kurteisi,“ segir hann og á væntanlega við um þá erfiðisvinnu sem hans bíður. Simon Harris var sá eini sem bauð sig fram í embættið og ætlar BBC að það hafi verið vegna þess hve líklegur hann væri til þess að bera sigur úr býtum í kosningunum. Hann hefur áður gegnt embætti háskólaráðherra og var talinn sigurstranglegastur jafnvel áður en opnað var fyrir tilnefningar. Hann settist fyrst á Dáil, þing þeirra Íra, aðeins 24 ára gamall fyrir rúmum áratugi síðar. Aðeins fimm árum síðar settist hann í ráðherrastól í fyrsta sinnið og tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2016. Það var í hans ráðherratíð sem bann við þungunarrofi var afnumið og hann sá um fyrstu viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar árið 2020.
Írland Tengdar fréttir Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46 Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Varadkar hættir sem forsætisráðherra Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, mun láta af embætti formanns Fine Gael og láta af embætti forsætisráðherra um leið og arftaki hans á formannstól hefur verið valinn. 20. mars 2024 12:46
Írar þverneituðu stjórnarskrárbreytingum um „konuna á heimilinu“ Írar neituðu stjórnarskrárbreytingum sem vörðuðu orðalag um „konuna á heimilinu“ og hvernig talað er um fjölskylduna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 10. mars 2024 09:32