„Það breytti alveg planinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2024 07:30 Gylfi er spenntur fyrir sumrinu og einblínir á það að ná sér góðum af meiðslum. Vísir/Hulda Margrét Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á. Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira