„Skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 19:30 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“ Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“
Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38