Hægt að nota hvaða nafn sem er Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. mars 2024 13:01 Vegna aðildar Íslands að Schengen-svæðinu er í raun hægt að koma hingað til lands undir hvaða nafni sem er þegar ferðast er til landsins frá öðrum aðildarríkjum svæðisins enda þarf í þeim tilfellum allajafna ekki að framvísa vegabréfum. Flestir koma til Íslands á heiðarlegum forsendum en vitanlega langt því frá allir. Þeir einstaklingar sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa í hyggju að fremja lögbrot eru eðli málsins samkvæmt mun líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar þegar fjárfest er í flugmiðum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins 5. marz við því hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið er til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Meginforsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Hefðbundin landamæragæzla öruggari Fyrr í þessum mánuði náðist samkomulag á vettvangi Evrópusambandsins um tillögur að nýjum reglum um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega sem minnzt hefur verið á í umræðunni. Reglurnar snúa hins vegar fyrst og fremst að flugi til Schengen-svæðisins og er einungis í undantekningartilfellum gert ráð fyrir því að þeim verði beitt innan svæðisins. Eftir sem áður verður almennt ekki gert ráð fyrir því að farþegaupplýsingar vegna flugferða innan Schengen-svæðisins muni hafa að geyma upplýsingar úr vegabréfum. Til þess að heimilt verði að beita reglunum innan Schengen-svæðisins mun sérstök hætta þurfa að vera á ferðum. Til að mynda hryðjuverkaógn eða í það minnsta hækkað hættustig. Hins vegar er vert að hafa í huga að nú þegar er heimilt samkvæmt fyrirkomulagi Schengen-svæðisins að grípa við slíkar aðstæður tímabundið til hefðbundins landamæraeftirlits þar sem framvísa þarf vegabréfum. Sjálft Schengen-fyrirkomulagið felur þannig í reynd í sér viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri. Fram kemur á vef Evrópusambandsins að helzti ávinningurinn af reglunum varðandi flugferðir innan Schengen-svæðisins muni felast í því að geta keyrt saman upplýsingar um einstaklinga sem koma inn á svæðið og ferðast síðan í framhaldinu innan þess. Hins vegar er almennt ekkert því til fyrirstöðu að koma löglega inn á Schengen-svæðið en ferðast svo innan þess undir öðru nafni. Til dæmis hingað til lands. Sama á við um einstaklinga frá ríkjum innan svæðisins auk þeirra fjölmörgu sem komast inn á það með ólögmætum hætti. Sækjast eftir því að koma til landsins Með öðrum orðum munu farþegalistar vegna flugferða til Íslands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins eftir sem áður duga afar skammt þegar löggæzla er annars vegar. Hagsmunir flugfélaga og lögreglu eru í reynd í meginatriðum ólíkir í þessum efnum. Flugfélögin safna upplýsingunum fyrst og fremst til markaðssetningar. Þó minnihluti farþega villi á sér heimildir kemur það ekki að sök í þeim efnum. Lögreglan hefur hins vegar eðli málsins samkvæmt ekki sízt áhyggjur af þeim sem kjósa að gefa upp rangar upplýsingar. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar síðastliðinn að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem ekki væri fyrir að fara hefðbundnu landamæraeftirliti gagnvart þeim líkt og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér á landi. „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birt var í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Sníður lögreglunni afar þröngan stakk Komið hefur fram í umræðunni um landamæraöryggi hér á landi að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu meginhliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Vegna aðildarinnar að Schengen-svæðinu liggja landamæri Íslands með tillit til eftirlits í reynd meðal annars að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Tyrklandi. Vera Íslands á Schengen-svæðinu sníður hérlendum lögregluyfirvöldum einfaldlega afar þröngan stakk þegar kemur að landamæraeftirliti gagnvart öðrum aðildarríkjum svæðisins. Það er ekki að ástæðulausu að Úlfar sagði við Morgunblaðið í janúar að helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar væru á innri landamærunum. Það er heldur ekki einskær tilviljun að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan Schengen-svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er hér gagnvart ríkjum utan þess. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur einfaldlega aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og fátt ef eitthvað til marks um það að breyting kunni að verða á í þeim efnum. Vert er að hafa í huga að bæði Bretland og Írland kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyríki er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í landamærum Íslands frá náttúrunnar hendi að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Vegna aðildar Íslands að Schengen-svæðinu er í raun hægt að koma hingað til lands undir hvaða nafni sem er þegar ferðast er til landsins frá öðrum aðildarríkjum svæðisins enda þarf í þeim tilfellum allajafna ekki að framvísa vegabréfum. Flestir koma til Íslands á heiðarlegum forsendum en vitanlega langt því frá allir. Þeir einstaklingar sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa í hyggju að fremja lögbrot eru eðli málsins samkvæmt mun líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar þegar fjárfest er í flugmiðum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins 5. marz við því hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið er til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Meginforsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Hefðbundin landamæragæzla öruggari Fyrr í þessum mánuði náðist samkomulag á vettvangi Evrópusambandsins um tillögur að nýjum reglum um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega sem minnzt hefur verið á í umræðunni. Reglurnar snúa hins vegar fyrst og fremst að flugi til Schengen-svæðisins og er einungis í undantekningartilfellum gert ráð fyrir því að þeim verði beitt innan svæðisins. Eftir sem áður verður almennt ekki gert ráð fyrir því að farþegaupplýsingar vegna flugferða innan Schengen-svæðisins muni hafa að geyma upplýsingar úr vegabréfum. Til þess að heimilt verði að beita reglunum innan Schengen-svæðisins mun sérstök hætta þurfa að vera á ferðum. Til að mynda hryðjuverkaógn eða í það minnsta hækkað hættustig. Hins vegar er vert að hafa í huga að nú þegar er heimilt samkvæmt fyrirkomulagi Schengen-svæðisins að grípa við slíkar aðstæður tímabundið til hefðbundins landamæraeftirlits þar sem framvísa þarf vegabréfum. Sjálft Schengen-fyrirkomulagið felur þannig í reynd í sér viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri. Fram kemur á vef Evrópusambandsins að helzti ávinningurinn af reglunum varðandi flugferðir innan Schengen-svæðisins muni felast í því að geta keyrt saman upplýsingar um einstaklinga sem koma inn á svæðið og ferðast síðan í framhaldinu innan þess. Hins vegar er almennt ekkert því til fyrirstöðu að koma löglega inn á Schengen-svæðið en ferðast svo innan þess undir öðru nafni. Til dæmis hingað til lands. Sama á við um einstaklinga frá ríkjum innan svæðisins auk þeirra fjölmörgu sem komast inn á það með ólögmætum hætti. Sækjast eftir því að koma til landsins Með öðrum orðum munu farþegalistar vegna flugferða til Íslands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins eftir sem áður duga afar skammt þegar löggæzla er annars vegar. Hagsmunir flugfélaga og lögreglu eru í reynd í meginatriðum ólíkir í þessum efnum. Flugfélögin safna upplýsingunum fyrst og fremst til markaðssetningar. Þó minnihluti farþega villi á sér heimildir kemur það ekki að sök í þeim efnum. Lögreglan hefur hins vegar eðli málsins samkvæmt ekki sízt áhyggjur af þeim sem kjósa að gefa upp rangar upplýsingar. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar síðastliðinn að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem ekki væri fyrir að fara hefðbundnu landamæraeftirliti gagnvart þeim líkt og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér á landi. „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birt var í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Sníður lögreglunni afar þröngan stakk Komið hefur fram í umræðunni um landamæraöryggi hér á landi að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu meginhliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Vegna aðildarinnar að Schengen-svæðinu liggja landamæri Íslands með tillit til eftirlits í reynd meðal annars að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Tyrklandi. Vera Íslands á Schengen-svæðinu sníður hérlendum lögregluyfirvöldum einfaldlega afar þröngan stakk þegar kemur að landamæraeftirliti gagnvart öðrum aðildarríkjum svæðisins. Það er ekki að ástæðulausu að Úlfar sagði við Morgunblaðið í janúar að helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar væru á innri landamærunum. Það er heldur ekki einskær tilviljun að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan Schengen-svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er hér gagnvart ríkjum utan þess. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur einfaldlega aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og fátt ef eitthvað til marks um það að breyting kunni að verða á í þeim efnum. Vert er að hafa í huga að bæði Bretland og Írland kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyríki er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í landamærum Íslands frá náttúrunnar hendi að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun