Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 16:53 Pútín lýsti yfir degi þjóðarsorgar á morgun í ávarpinu. AP Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“ Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira