Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:48 Stærðarinnar eldsvoði hefur brotist út í tónleikahöllinni eftir að vopnaðir árásarmenn hófu skothríð í Moskvu. AP/Sergei Vedyashkin Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag.
Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45