Segja að Ten Hag muni stýra Man United á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2024 23:00 Ten Hag og félagar unnu frækinn sigur á Liverpool nýverið. Robbie Jay Barratt/Getty Images Erik ten Hag hefur átt sjö dagana sæla sem þjálfari Manchester United á leiktíðinni. Gríðarleg meiðsli sem og vandræði utan vallar hafa herjað á liðið. Undanfarið hefur sá orðrómur farið á kreik að starf hans gæti verið í hættu en Man United segir Hollendinginn öruggan í starfi. Ten Hag tók við Man Utd fyrir síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar sem og liðið vann deildarbikarinn undir hans stjórn. Núverandi tímabil átti að fara í að stíga enn fleiri skref fram á við en þess í stað hefur liðið tekið skref aftur á bak. Það endaði á botni riðils síns í Meistaradeild Evrópu, féll snemma úr leik í deildarbikarnum og er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem það gætu þó fimm ensk lið komist í Meistaradeildina á komandi leiktíð á Man Utd enn möguleika og þá er liðið komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn sigur á Liverpool. Roy Keane and Gary Neville both think Man Utd could make England boss Gareth Southgate the club's next manager pic.twitter.com/eW5nidPEXg— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 21, 2024 Undanfarið hafa ýmsir haldið því fram að Ten Hag gæti verið á förum frá Man United. Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihluta eigandi í félaginu, vill byggja félagið upp á enskum kjarna og ku renna hýru auga til Gareth Southgate, landsliðseinvalds Englands. Nú hefur Sky Sports hins vegar greint frá því að starf Ten Hag sé öruggt og Man United sé þegar byrjað að skipuleggja tímabilið 2024-25 með Ten Hag við stjórnvölin. Manchester United emphatically say no decision has been made over a managerial change The club are planning for next season with Erik ten Hag pic.twitter.com/opOTZ2qysY— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 22, 2024 Hvort slæmur endir á tímabilinu breyti því á svo eftir að koma í ljós en Man Utd mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og lætur sig dreyma um að hoppa upp fyrir Aston Villa eða Tottenham Hotspur í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Ten Hag tók við Man Utd fyrir síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar sem og liðið vann deildarbikarinn undir hans stjórn. Núverandi tímabil átti að fara í að stíga enn fleiri skref fram á við en þess í stað hefur liðið tekið skref aftur á bak. Það endaði á botni riðils síns í Meistaradeild Evrópu, féll snemma úr leik í deildarbikarnum og er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem það gætu þó fimm ensk lið komist í Meistaradeildina á komandi leiktíð á Man Utd enn möguleika og þá er liðið komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn sigur á Liverpool. Roy Keane and Gary Neville both think Man Utd could make England boss Gareth Southgate the club's next manager pic.twitter.com/eW5nidPEXg— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 21, 2024 Undanfarið hafa ýmsir haldið því fram að Ten Hag gæti verið á förum frá Man United. Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihluta eigandi í félaginu, vill byggja félagið upp á enskum kjarna og ku renna hýru auga til Gareth Southgate, landsliðseinvalds Englands. Nú hefur Sky Sports hins vegar greint frá því að starf Ten Hag sé öruggt og Man United sé þegar byrjað að skipuleggja tímabilið 2024-25 með Ten Hag við stjórnvölin. Manchester United emphatically say no decision has been made over a managerial change The club are planning for next season with Erik ten Hag pic.twitter.com/opOTZ2qysY— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 22, 2024 Hvort slæmur endir á tímabilinu breyti því á svo eftir að koma í ljós en Man Utd mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og lætur sig dreyma um að hoppa upp fyrir Aston Villa eða Tottenham Hotspur í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira