Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 11:03 Donald Trump á mun minna af peningum í kosningasjóðum sínum en Joe Biden og ver miklum fjármunum í lögfræðiskostnað. AP/Mike Stewart Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. Trump hefur tekið yfir stjórn landsnefndarinnar, sagt upp fjölda fólks og nú hefur tengdadóttir hans tekið fyrir stjórn hennar. AP fréttaveitan segir innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af því hvað þessar breytingar og yfirtaka Trumps á landsnefndinni muni hafa. Bæði Landsnefnd Repúblikanaflokksins og margar undirdeildir innan tiltekinna ríkja hafa átt í fjárhagsvandræðum á undanförnum árum. Forsetaframbjóðandinn hefur boðið auðugum bakhjörlum Repúblikanaflokksins til Flórída í byrjun apríl á fjáröflunarviðburð. Í smáa letri boðskotranna segir að af öllum þeim fjárveitingum sem auðjöfrarnir heita RNC fari peningarnir fyrst til tveggja aðgerðanefnda Trumps. Þær taki þær upphæðir sem lögin leyfa af fjárveitingunum eða 6.600 dalir í þann fyrsta og fimm þúsund í þann seinni og RNC og ríkjanefndir Repúblikana fái svo rest, verði eitthvað eftir, samkvæmt frétt New York Times. Á undanförnum tveimur árum hefur Trump greitt lögmönnum sínum að minnsta kosti 76 milljónir dala. Það samsvarar um 10,5 milljörðum króna. Þessar pólitísku aðgerðanefndir (e. Super PAC) kallast Trump 47 Committee og Save America. Sú síðarnefnda er skráð á þann veg að meirihluta þeirra peninga sem safnast þar má ekki verja með beinum hætti til kosningabaráttu. Um 85 prósent af útgjöldum Save America á fyrstu tveimur mánuðum ársins, eða um 8,5 milljónir dala fóru í lögfræðikostnað. Allt síðasta ár var hlutfallið um 89 prósent. Bilið breikkaði í febrúar Trump þarf á auknum fjármunum að halda. Í yfirlýsingum til kosningayfirvalda Bandaríkjanna í vikunni kom fram að Joe Biden situr á mun meiri peningum en Trump. Biden á 71 milljón dala í kosningasjóðum sínum, fyrir utan aðgerðanefndir, og Trump á 33,5 milljónir. Í lok janúar átti Biden 56 milljónir og Trump 30,5 þannig að bilið milli þeirra breikkaði í febrúar. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Einnig kom fram í gögnunum sem opinberuð voru í vikunni að Save America, áðurnefnd aðgerðanefnd sem Trump notar til að borga lögfræðiskostnaði sinn, eyddi meiri peningum en söfnuðust í febrúar. Nefndin eyddi sjö milljónum dala og þar af 5,6 í lögfræðikostnað í febrúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump hefur tekið yfir stjórn landsnefndarinnar, sagt upp fjölda fólks og nú hefur tengdadóttir hans tekið fyrir stjórn hennar. AP fréttaveitan segir innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af því hvað þessar breytingar og yfirtaka Trumps á landsnefndinni muni hafa. Bæði Landsnefnd Repúblikanaflokksins og margar undirdeildir innan tiltekinna ríkja hafa átt í fjárhagsvandræðum á undanförnum árum. Forsetaframbjóðandinn hefur boðið auðugum bakhjörlum Repúblikanaflokksins til Flórída í byrjun apríl á fjáröflunarviðburð. Í smáa letri boðskotranna segir að af öllum þeim fjárveitingum sem auðjöfrarnir heita RNC fari peningarnir fyrst til tveggja aðgerðanefnda Trumps. Þær taki þær upphæðir sem lögin leyfa af fjárveitingunum eða 6.600 dalir í þann fyrsta og fimm þúsund í þann seinni og RNC og ríkjanefndir Repúblikana fái svo rest, verði eitthvað eftir, samkvæmt frétt New York Times. Á undanförnum tveimur árum hefur Trump greitt lögmönnum sínum að minnsta kosti 76 milljónir dala. Það samsvarar um 10,5 milljörðum króna. Þessar pólitísku aðgerðanefndir (e. Super PAC) kallast Trump 47 Committee og Save America. Sú síðarnefnda er skráð á þann veg að meirihluta þeirra peninga sem safnast þar má ekki verja með beinum hætti til kosningabaráttu. Um 85 prósent af útgjöldum Save America á fyrstu tveimur mánuðum ársins, eða um 8,5 milljónir dala fóru í lögfræðikostnað. Allt síðasta ár var hlutfallið um 89 prósent. Bilið breikkaði í febrúar Trump þarf á auknum fjármunum að halda. Í yfirlýsingum til kosningayfirvalda Bandaríkjanna í vikunni kom fram að Joe Biden situr á mun meiri peningum en Trump. Biden á 71 milljón dala í kosningasjóðum sínum, fyrir utan aðgerðanefndir, og Trump á 33,5 milljónir. Í lok janúar átti Biden 56 milljónir og Trump 30,5 þannig að bilið milli þeirra breikkaði í febrúar. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Einnig kom fram í gögnunum sem opinberuð voru í vikunni að Save America, áðurnefnd aðgerðanefnd sem Trump notar til að borga lögfræðiskostnaði sinn, eyddi meiri peningum en söfnuðust í febrúar. Nefndin eyddi sjö milljónum dala og þar af 5,6 í lögfræðikostnað í febrúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44
Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. 19. mars 2024 06:53
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44