Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:58 Enn eykst flækjustigið við að ganga á topp Everest. Getty/Frank Bienewald Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir. Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir.
Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent