Hraunið að færast upp á varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 14:48 Hraunrennsli þrýstir nú á varnargarða við Grindavík og mögulegt er að það fari yfir garðana. Vísir/Arnar Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26