Hraunið að færast upp á varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 14:48 Hraunrennsli þrýstir nú á varnargarða við Grindavík og mögulegt er að það fari yfir garðana. Vísir/Arnar Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent