Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 20. mars 2024 22:55 Sigmar telur ótækt að Landsbankinn geti keypt TM án þess að ráðfæra sig við eiganda sinn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. Fjármálaráðherra ítrekaði afstöðu sína, um að kaup Landsbankans á öllu hlutafé TM af Kviku banka myndi ekki ganga í gegn með hennar samþykki nema söluferli á Landsbankanum hæfist samhliða, þegar hún flutti munnlega skýrslu um málið á Alþingi í dag. Farið var yfir líflegar umræður á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmann Samfylkingarinnar. „Mér finnst nú eiginlega mjög brýnt að ganga úr skugga um að það verði hægt að vinda ofan af þessu. Mér finnst ekki ganga upp að banki sem er að fullu nánast í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng né prest, að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað,“ segir Sigmar. Erfitt að bakka Greint var frá því í gær að Landsbankanum og eiganda hans gæti reynst erfitt að hætta við kaupin á TM, enda er kauptilboð bankans skuldbindandi. Furðulegt að ráðherra tengi kaupin við sölu Sigmar segir einnig að honum þyki sérstakt að fjármálaráðherra hengi saman skilyrði sín um að kaupin geti orðið að veruleika og að samtal verði tekið um sölu ríkisins á Landsbankanum. Sér í lagi þegar boðið næstu skref séu sala á Íslandsbanka. „Svo koma tveir ráðherrar, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra, fram í þinginu á mánudaginn sem slá það allt til baka sem fjármálaráðherrann er að segja. Þannig að þetta er auðvitað svolítið óþægilegt, það er einhver atburðarás í gangi sem við vitum ekkert hvort einhver hafi yfirhöfuð stjórn á og við höfum ekki hugmynd um það hver stefna ríkisstjórnarinnar er eftir þessa leikjafræði alla. Maður svolítið spyr sig: hvert stefnum við? Mér finnst það bara engan veginn ljóst þrátt fyrir að eigendastefnan í sjálfu sér sé ágætlega skýr.“ Ráðherra hafi ekki beitt heimildum sínum Jóhann Páll segir að Samfylkingin hafi bent á það að fjármálaráðherra sé vörslumaður ríkiseigna á Íslandi. Hún fari með yfirstjórn og eftirlitsskyldu með Bankasýslu ríkisins. „Við vitum að ráðherra hafði mjög sterkar skoðanir á þessu máli. Hún tjáði sig um það í í hlaðvarpsviðtali í byrjun febrúar. En engu að síður beitti hún ekki þeim heimildum sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að reyna að koma í veg fyrir þessi kaup. Samkvæmt lögum um Bankasýsluna hefur ráðherra heimild til þess að stíga inn og beina tilmælum til Bankasýslunnar um tiltekin mál Ráðherra kaus að gera það ekki þótt ráðherra teldi þessi kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu ganga gegn eigandastefnu ríkisins.“ Jóhann Páll gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að hafa ekki átt samtal við Bankasýsluna.Vísir/Vilhelm Gagnrýnir samskiptaleysi Eftir umræður í þingsal hafi komið í ljós að það væri ekki nóg með að ráðherra hefði ekki beitt heimildum sínum, heldur hefði hún beinlínis engin samskipti haft við Bankasýsluna. Allan þann tíma sem hún vissi af því að TM væri í söluferli. „Þegar það hafði komið fram í fjölmiðlum að Landsbankinn væri að bjóða í þessi hlutabréf. Þannig að nú vitum við það að hún hún spurði einskis, aflaði engra upplýsinga, átti engin samskipti við Bankasýsluna, þrátt fyrir að það sé óumdeilt að hún sem fjármálaráðherra hefur yfirstjórnina og eftirlitsskyldur samkvæmt lögum og hefur þessa skýru heimildir til að bregðast við.“ Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Fjármálaráðherra ítrekaði afstöðu sína, um að kaup Landsbankans á öllu hlutafé TM af Kviku banka myndi ekki ganga í gegn með hennar samþykki nema söluferli á Landsbankanum hæfist samhliða, þegar hún flutti munnlega skýrslu um málið á Alþingi í dag. Farið var yfir líflegar umræður á Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmann Samfylkingarinnar. „Mér finnst nú eiginlega mjög brýnt að ganga úr skugga um að það verði hægt að vinda ofan af þessu. Mér finnst ekki ganga upp að banki sem er að fullu nánast í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng né prest, að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað,“ segir Sigmar. Erfitt að bakka Greint var frá því í gær að Landsbankanum og eiganda hans gæti reynst erfitt að hætta við kaupin á TM, enda er kauptilboð bankans skuldbindandi. Furðulegt að ráðherra tengi kaupin við sölu Sigmar segir einnig að honum þyki sérstakt að fjármálaráðherra hengi saman skilyrði sín um að kaupin geti orðið að veruleika og að samtal verði tekið um sölu ríkisins á Landsbankanum. Sér í lagi þegar boðið næstu skref séu sala á Íslandsbanka. „Svo koma tveir ráðherrar, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra, fram í þinginu á mánudaginn sem slá það allt til baka sem fjármálaráðherrann er að segja. Þannig að þetta er auðvitað svolítið óþægilegt, það er einhver atburðarás í gangi sem við vitum ekkert hvort einhver hafi yfirhöfuð stjórn á og við höfum ekki hugmynd um það hver stefna ríkisstjórnarinnar er eftir þessa leikjafræði alla. Maður svolítið spyr sig: hvert stefnum við? Mér finnst það bara engan veginn ljóst þrátt fyrir að eigendastefnan í sjálfu sér sé ágætlega skýr.“ Ráðherra hafi ekki beitt heimildum sínum Jóhann Páll segir að Samfylkingin hafi bent á það að fjármálaráðherra sé vörslumaður ríkiseigna á Íslandi. Hún fari með yfirstjórn og eftirlitsskyldu með Bankasýslu ríkisins. „Við vitum að ráðherra hafði mjög sterkar skoðanir á þessu máli. Hún tjáði sig um það í í hlaðvarpsviðtali í byrjun febrúar. En engu að síður beitti hún ekki þeim heimildum sem hún hefur lögum samkvæmt til þess að reyna að koma í veg fyrir þessi kaup. Samkvæmt lögum um Bankasýsluna hefur ráðherra heimild til þess að stíga inn og beina tilmælum til Bankasýslunnar um tiltekin mál Ráðherra kaus að gera það ekki þótt ráðherra teldi þessi kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu ganga gegn eigandastefnu ríkisins.“ Jóhann Páll gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að hafa ekki átt samtal við Bankasýsluna.Vísir/Vilhelm Gagnrýnir samskiptaleysi Eftir umræður í þingsal hafi komið í ljós að það væri ekki nóg með að ráðherra hefði ekki beitt heimildum sínum, heldur hefði hún beinlínis engin samskipti haft við Bankasýsluna. Allan þann tíma sem hún vissi af því að TM væri í söluferli. „Þegar það hafði komið fram í fjölmiðlum að Landsbankinn væri að bjóða í þessi hlutabréf. Þannig að nú vitum við það að hún hún spurði einskis, aflaði engra upplýsinga, átti engin samskipti við Bankasýsluna, þrátt fyrir að það sé óumdeilt að hún sem fjármálaráðherra hefur yfirstjórnina og eftirlitsskyldur samkvæmt lögum og hefur þessa skýru heimildir til að bregðast við.“
Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira