Grindvíkingar þrýsta á húsnæðismarkað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. mars 2024 18:49 Reykjanesbær. Mikil hækkun hefur verið á húsnæðisverði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins síðustu mánuði. Egill Aðalsteinsson Ný vísitala íbúðaverðs bendir til skarprar verðhækkunar á íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Talið er að íbúðakaup Grindvíkinga séu helstu áhrifavaldurinn, og að áhrifin gætu orðið meiri á næstu mánuðum. Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemur fram að íbúðamarkaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi tekið kipp í febrúar með miklum verðhækkunum og mikilli fjölgun kaupsamninga. HMS telur að áhrifin megi rekja til íbúðakaupa Grindvíkinga. HMS tilkynnti í gær að vísitala íbúðaverðs um land allt hafi hækkað um 1,9 prósent milli mánaða í febrúar og hafi hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Verðhækkun á fjölbýlishúsum vó þar þungt, en undirvísitala fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða en á landsbyggðinni hækkaði hún um 6,4 prósent. Langmesta hækkunin er í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en þar hækkaði meðalverð á seldri íbúð úr 61,6 milljónum króna í janúar í tæpar 65 milljónir króna í febrúar. Einnig var gífurleg hækkun á sérbýlishúsum á svæðinu, en meðalkaupverð þeirra hefur hækkað úr 68 milljónum króna í nóvember 2023 í tæpar 80 milljónir króna í febrúar 2024. Meðalkaupverð íbúða í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins síðastliðin sjö ár.Tekin af vef HMS. Kaupsamningum fjölgar og veltan eykst Fjöldi kaupsamninga sem gerðir voru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins rúmlega tvöfaldaðist á milli mánaða í janúar og febrúar, en 74 kaupsamningar voru gerðir í janúar og 164 í febrúar. Þeim fjölgaði einnig á höfuðborgarsvæðinu en þar fóru þeir úr 332 í janúar í 491 í febrúar. Veltan á íbúðamarkaði jókst töluvert milli mánaða í febrúar, en hún hefur ekki aukist jafnmikið milli mánaða á svæðinu frá upphafi mælinga HMS í janúar 2014. Grindavík Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2024 18:58 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemur fram að íbúðamarkaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi tekið kipp í febrúar með miklum verðhækkunum og mikilli fjölgun kaupsamninga. HMS telur að áhrifin megi rekja til íbúðakaupa Grindvíkinga. HMS tilkynnti í gær að vísitala íbúðaverðs um land allt hafi hækkað um 1,9 prósent milli mánaða í febrúar og hafi hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Verðhækkun á fjölbýlishúsum vó þar þungt, en undirvísitala fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða en á landsbyggðinni hækkaði hún um 6,4 prósent. Langmesta hækkunin er í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en þar hækkaði meðalverð á seldri íbúð úr 61,6 milljónum króna í janúar í tæpar 65 milljónir króna í febrúar. Einnig var gífurleg hækkun á sérbýlishúsum á svæðinu, en meðalkaupverð þeirra hefur hækkað úr 68 milljónum króna í nóvember 2023 í tæpar 80 milljónir króna í febrúar 2024. Meðalkaupverð íbúða í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins síðastliðin sjö ár.Tekin af vef HMS. Kaupsamningum fjölgar og veltan eykst Fjöldi kaupsamninga sem gerðir voru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins rúmlega tvöfaldaðist á milli mánaða í janúar og febrúar, en 74 kaupsamningar voru gerðir í janúar og 164 í febrúar. Þeim fjölgaði einnig á höfuðborgarsvæðinu en þar fóru þeir úr 332 í janúar í 491 í febrúar. Veltan á íbúðamarkaði jókst töluvert milli mánaða í febrúar, en hún hefur ekki aukist jafnmikið milli mánaða á svæðinu frá upphafi mælinga HMS í janúar 2014.
Grindavík Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2024 18:58 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. 19. mars 2024 18:58