Við ræðum við Seðlabankastjóra sem segir björninn ekki unninn þrátt fyrir að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir. Forkólfar verkalýðsins eru þó ekki sáttir.
Þá segjum við frá nýrri skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar en þar segir að stefnu- og stjórnleysi ríki þegar kemur að vaxandi ópíóðafíkn hér á landi.
Einnig tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi sem hefur reynst lífseigara en margir spáðu fyrir um.
Í íþróttapakkanum verður hitað upp fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Ísraelum sem fram fer í Ungverjandi annað kvöld og fjallað um bikarkeppnina í körfubolta.