Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. mars 2024 11:16 Svona var staðan á eldstöðvunum um tíuleytið í morgun. Vísir/vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira
Fjórða eldgosið á jafn mörgum mánuðum á Reykjanesi hófst milli Hagafells og Stóra Skófells á laugardagskvöld. Hin þrjú eldgosin voru stutt en þetta er nú þegar orðið það langlífasta af eldgosunum fjórum. „Eldgosið sjálft virðist bara nokkuð stöðugt og búið að vera síðan í fyrradag. Við erum ekki að sjá miklar breytingar á því. Þannig þetta virðist vera í einhverju jafnvægi eins og er. Þenslan í Svartsengi það virðist vera að draga úr henni. Þannig að það kannski eru vísbendingar um að þetta sé svona að komast í jafnvægi að flæðið að neðan fari beint upp í eldgosið,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og jafnframt að land rísi enn undir Svartsengi. „Það er enn þá samt að mælast eitthvað landris í Svartsengi en ég held að við verðum að bíða alveg fram yfir helgi með að geta metið það hvort að í rauninni það heldur áfram landrisið þar eða hvort að við erum bara að sjá kviku koma beint upp í eldgosið.“ Hraunið rennur úr gígunum.Vísir/vilhelm Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun og nú er verið að leggja mat á hraunflæðið. Benedikt telur þó ólíklegt að eldgosið muni hafa áhrif á byggð á næstu dögum og vikum. „Jaðrarnir við Suðurstrandaveg og Svartsengi hafa ekki hreyfst. Þeir eru bara stopp. Hraunið virðist bara vera núna ofan á upphaflega hrauninu og það er mest að renna til suðurs en nú er náttúrulega flæðið miklu minna heldur en það var í upphafi.“ Hann segir erfitt að meta framhaldið á þessari stundu. „Það eru kannski vísbendingar um að við séum að fá eitthvað svipuðu gos eins og í Fagradalsfjalli núna. Svona stöðugt gos sem er ekkert mjög stórt eða mikið en heldur áfram kannski til einhvers lengri tíma en það er alveg fullt snemmt að vera að spá einhverju slíku. við verðum pínu bara að sjá það.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhiti Almannavarnir Tengdar fréttir Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Sjá meira
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Umfjöllun um eldsumbrot vísar ferðamönnum frá Miklar umræður hafa skapast á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar um áhrif villandi fréttaflutnings erlendra miðla um eldsumbrotin á Reykjanesskaga á ferðaþjónustu í landinu. Borið hefur á afbókunum ferðamanna og hægst hefur á nýbókunum eftir hörmungarnar í Grindavík. 19. mars 2024 22:17
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53