Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 08:26 Er unga fólkið að upplifa miðlífskreppu? Getty Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. Efst á lista, sem byggir á gögnum frá árunum 2021 til 2023 eru Finnland, Danmörk, Ísland, Svíþjóð, Ísrael, Holland, Noregur, Lúxemborg, Sviss og Ástralía. Bretland er í 20. sæti og Bandaríkin því 23. en neðst á listanum eru Afganistan, Líbanon, Lesótó, Síerra Leóne og Kongó. Við samantekt listans er meðal annars horft til breytna á borð við verga landsframleiðslu á íbúa, lífslíkur, hvort einstaklingum finnist þeir hafa einhvern til að reiða sig á, hvort þeir njóti frelsis til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt og hversu mikila spillingu þeir búa við. Samantekt ársins í ár leiddi í ljós að yngri kynslóðir í Norður-Ameríku, Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru nú síður hamingjusamar en eldri kynslóðirnar. Talað er um að áður hafi hamingja verið U-laga; það er að segja mælst mest við ungan aldur, minnkað þegar nær dregur miðjum aldri og tekið uppsveiflu á efri árum. Nú sé staðan þannig að það sé engu líkara en að unga fólkið eigi í nokkurs konar miðlífskreppu. Jan-Emmanuel De Neve, ritstjóri skýrslunnar, segir málið kalla á tafarlausar aðgerðir. Skýrslan varpar ekki beinu ljósi á hvað veldur en leiddar eru líkur að því að samfélagsmiðlar, tekjuójöfnuður, erfið staða á húsnæðismarkaði og áhyggjur vegna stríðsátaka og loftslagsbreytinga eigi þar þátt. Þá er því spá að sama þórun muni eiga sér stað í vesturhluta Evrópu og hefur átt sér stað í Norður-Ameríku, að dragi úr hamingju yngri kynslóðarinnar. World Happiness Report. Geðheilbrigði Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Efst á lista, sem byggir á gögnum frá árunum 2021 til 2023 eru Finnland, Danmörk, Ísland, Svíþjóð, Ísrael, Holland, Noregur, Lúxemborg, Sviss og Ástralía. Bretland er í 20. sæti og Bandaríkin því 23. en neðst á listanum eru Afganistan, Líbanon, Lesótó, Síerra Leóne og Kongó. Við samantekt listans er meðal annars horft til breytna á borð við verga landsframleiðslu á íbúa, lífslíkur, hvort einstaklingum finnist þeir hafa einhvern til að reiða sig á, hvort þeir njóti frelsis til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um líf sitt og hversu mikila spillingu þeir búa við. Samantekt ársins í ár leiddi í ljós að yngri kynslóðir í Norður-Ameríku, Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi eru nú síður hamingjusamar en eldri kynslóðirnar. Talað er um að áður hafi hamingja verið U-laga; það er að segja mælst mest við ungan aldur, minnkað þegar nær dregur miðjum aldri og tekið uppsveiflu á efri árum. Nú sé staðan þannig að það sé engu líkara en að unga fólkið eigi í nokkurs konar miðlífskreppu. Jan-Emmanuel De Neve, ritstjóri skýrslunnar, segir málið kalla á tafarlausar aðgerðir. Skýrslan varpar ekki beinu ljósi á hvað veldur en leiddar eru líkur að því að samfélagsmiðlar, tekjuójöfnuður, erfið staða á húsnæðismarkaði og áhyggjur vegna stríðsátaka og loftslagsbreytinga eigi þar þátt. Þá er því spá að sama þórun muni eiga sér stað í vesturhluta Evrópu og hefur átt sér stað í Norður-Ameríku, að dragi úr hamingju yngri kynslóðarinnar. World Happiness Report.
Geðheilbrigði Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira