Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:53 Trump hefur átt í mestu vandræðum fyrir dómstólum síðustu misseri en það virðist ekki hafa komið niður á vinsældum hans meðal kjósenda. Getty/Scott Olson Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira