Sigurinn fordæmdur af evrópskum og bandarískum stjórnvöldum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. mars 2024 21:10 Pútín hefur verið forseti frá árinu 2000, ef undan eru skilin fjögur ár þar sem hann var forsætisráðherra til að brjóta ekki stjórnarskrá landsins eins og hún var þá. AP Stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fordæmt úrslit forsetakosninganna í Rússlandi sem fram fóru um helgina. Á meðan hafa stjórnvöld í Kína, Indlandi, Norður Kóreu og Íran óskað Pútín til hamingju með sigurinn. Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Vladimír Pútín vann yfirburðasigur í forsetakosningunum eins og búist var við. Hann hlaut um 87 prósent atvkæða og tryggði sér þar með fimmta kjörtímabilið. Hann mun að öllu óbreyttu sitja í embætti til árs 2030. Utanríkisráðherrar í Evrópusambandinu hittust í Brussel í dag, meðal annars til þess að samþykkja refsiaðgerðir á hendur einstaklingum sem komu að máli stjórnarandstöðumannsins Alexei Navalní, sem lést fyrr á árinu í fangelsi Rússa. Ráðherrarnir vísuðu niðurstöðum kosninganna á bug. „Kosningarnar í Rússlandi voru kosningar án vals,“ sagði Annalena Baerbock utanríkisráðherra Þýskalands á fundinum. David Cameron utanríkisráðherra Bretland sagði niðurstöðurnar undirstrika hve mikil kúgun ríkir í landinu. „Pútín drepur pólitíska andstæðinga sína, stjórnar fjölmiðlunum, og krýnir sjálfan sig síðar sem sigurvegara. Það er ekki lýðræði.“ Þá fordæmdu ráðherrarnir þá staðreynd að kjörstaðir voru staðsettir á hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sagði ekkert lögmæti í kosningunum. „Það er ljóst að þessi stjórnmálamaður er einfaldlega sjúkur í vald og að hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að fá að ráða þar sem hann á eftir ólifað,“ sagði Selenskí. Reuters hefur eftir talsmanni hvíta hússins að kosningarnar hafi augljóslega hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Í sömu andrá og leiðtogar vestrænu ríkjanna fordæmdu sigur Pútíns óskuðu leiðtogar hinu megin á hnettinum honum til hamingju. Xi Jinping forseti Kína sendi honum hamingjuóskir og hét áframhaldandi náins samstarfs Peking og Moskvu. Samningur um samstarfið var gerður í byrjun ársins 2022, skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands óskaði honum sömuleiðis til hamingju og sagðist hlakka til áframhaldandi samstarfs Nýju Delí og Mosku. Indland, Kína og Rússland eru öll aðildarríki í BRICS-bandalaginu svokallaða, sem er nokkurs konar efnahagsbandalag milli tíu ríkja sem staðsett eru í Asíu, Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu og Ebrahim Raisi forseti Íran óskuðu Pútín að auki til hamingju. Ríkin tvö hafa verið grunuð um að sjá Rússlandi fyrir vopnum í stríðinu gegn Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira