Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 08:00 Elmar Atli Garðarsson sýndi Baldri Sigurðssyni safn sitt af refa- og minkaskottum, en hann er meindýraeyðir í Súðavíkurhreppi. Stöð 2 Sport Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr. Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð