Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2024 08:32 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festis. Tilkynnt var um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju í mars á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til Kauphallar en Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið hafi kynnt Festi frumniðurstöður í rannsókninni en bréf þess efnis hafi borist eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. „Er tiltekið í frummatinu að samruninn krefjist að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Í bréfinu greinir að frummatið sé byggt á fyrirliggjandi gögnum, að það sé ekki bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið og að það kunni að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þá er frummatinu ætlað að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Festi frest til 29. mars nk. til að leggja fram athugasemdir vegna frummatsins, tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum vegna þeirra afmörkuðu þátta sem það tekur til sem og til að óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið,“ segir í tilkynningunni. 7,8 milljarðar Samningur um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður 13. júlí síðastliðinn, en í kaupunum var heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna. Þá kom fram að endanlegt heildarvirði og kaupverð myndi ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars 2023. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko en Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur. Festi Samkeppnismál Lyf Verslun Tengdar fréttir Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til Kauphallar en Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið hafi kynnt Festi frumniðurstöður í rannsókninni en bréf þess efnis hafi borist eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. „Er tiltekið í frummatinu að samruninn krefjist að öllu óbreyttu íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Í bréfinu greinir að frummatið sé byggt á fyrirliggjandi gögnum, að það sé ekki bindandi fyrir Samkeppniseftirlitið og að það kunni að taka breytingum eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þá er frummatinu ætlað að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Greining á frumniðurstöðum stendur yfir og hefur Festi frest til 29. mars nk. til að leggja fram athugasemdir vegna frummatsins, tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum vegna þeirra afmörkuðu þátta sem það tekur til sem og til að óska eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið,“ segir í tilkynningunni. 7,8 milljarðar Samningur um kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður 13. júlí síðastliðinn, en í kaupunum var heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna. Þá kom fram að endanlegt heildarvirði og kaupverð myndi ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Kaupsamningurinn var gerður á grundvelli samkomulags sem gert var 17. mars 2023. Festi rekur meðal annars Krónuna, N1 og Elko en Lyfja rekur 45 apótek auk heild- og smásölu með heilsutengdar vörur.
Festi Samkeppnismál Lyf Verslun Tengdar fréttir Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33 Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 17. mars 2023 17:33