Fyrsti sigur Burnley síðan á Þorláksmessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 17:05 David Fofana fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum og stuðningsmönnum Burnley. Vísir/Getty Burnley vann í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári þegar liðið lagði Brentford á heimavelli. Þá krækti Luton Town í mikilvægt stig í fallbaráttunni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira