Mýs éta lifandi fugla á afskekktri eyju Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2024 09:47 Mús sést hér éta hausinn á lifandi albatross á Marioneyju. Mýsnar voru fluttar til eyjunnar af sjómönnum fyrir um tvö hundruð árum og hafa fjölgað sér gífurlega mikið síðan þá. AP/Stefan og Janine Schoombie Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt. Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af. Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Svo slæmt er ástandið að mýsnar eru byrjaðar að éta lifandi fugla, en margar tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru því viðkvæmir fyrir ágangi músanna. Mýsnar eru taldar ógna viðkvæmu lífríki eyjunnar. Vísindamenn stefna nú að því að reyna að þurrka mýsnar út í einu lagi, með því að dreifa hundruð tonna af nagdýraeitri um gervalla eyjuna, sem er um 297 ferkílómetrar. Í samtali við AP fréttaveituna segja þau að ef ein þunguð mús lifir af, þá hafi allt verkefnið verið tilgangslaust. Takist útrýminginn væri um umfangsmestu meindýraeyðingu heimsins að ræða. Nærri því þrjátíu tegundir sjávarfugla verpa á eyjunni einstöku en selaveiðimenn fluttu fyrstu rándýrin þangað, mýsnar, snemma á nítjándu öld. Undanfarna áratugi hefur fjöldi músa á eyjunni margfaldast. Enda geta mýs gotið fjórum til fimm sinnum á ári og eignast sjö til átta afkvæmi í hvert sinn. Áætlað er að minnst milljón músa séu nú á eyjunni og eru þær farnar að ganga verulega á lífríkið. Meðal annars með því að éta unga í hreiðrum og fullorðna fugla á eggjum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Þar er einnig rætt við Dr. Anton Wolfaardt sem leiðir umrætt verkefni. Fyrst bárust fregnir af mús éta fugl árið 2003 og síðan þá hefur slíkum tilkynningum fjölgað verulega. Stundum eru margar mýs sagðar narta í einn fugl í einu. Vísindamenn áætla að verði ekkert gert sé mögulegt að nítján fuglategundir muni þurrkast út á næstu hundrað árum. Til að gera út af við mýsnar vonast vísindamenn til að nota fjórar til sex þyrlur til að dreifa um 550 tonnum af nagdýraeitri um eyjuna alla. Flugmennirnir munu fá nákvæmar flugleiðir svo eitrinu sé rétt dreift en eitrið hefur verið hannað til að hafa ekki umfangsmikil áhrif á fuglana eða önnur dýr á eyjunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að þurrka út mýs á Marioneyju. Það var einnig reynt á fimmta áratug síðustu aldar þegar fimm heimiliskettir voru fluttir út í eyjuna. Á áttunda áratugnum voru um tvö þúsund villikettir á eyjunni sem taldir eru hafa drepið um hálfa milljón fugla á ári hverju. Kettirnir voru þurrkaðir út með því að flytja veiru sem er köttum skæð til eyjunnar og veiða svo þá sem lifðu af.
Dýr Suður-Afríka Suðurskautslandið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira