Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 23:32 Mike Pence telst ekki lengur einn dyggasti bandamaður Trumps. AP/Alex Brandon Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég mun ekki lýsa stuðningi við Donald Trump í ár,“ sagði Pence í viðtali á sjónvarpsstöðinni Fox News en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplýsir um afstöðu sína frá því að Trump varð væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Pence sóttist einnig eftir því að verða forsetaefni flokksins fyrir komandi kosningar en dró framboð sitt gegn Trump til baka áður en innanflokkskjör hófst í fyrra. Pence: I will not be endorsing Donald Trump pic.twitter.com/YJIuTBjzNR— Acyn (@Acyn) March 15, 2024 Flokksforingjar ætlast til þess að forsetaframbjóðendaefni sem hljóti ekki náð fyrir augum flokksmanna snúi bökum saman þegar líða fer að forsetakosningum og hvetji stuðningsfólk sitt til að styðja fulltrúa repúblikana. Til að mynda voru þátttakendur í forvali flokksins látnir heita því að styðja að endingu við forsetaefnið. Pence kemur fast á hæla annarra hátt settra aðila innan ríkisstjórnar Trumps sem neita að lýsa yfir stuðningi við nýjustu atlögu þessa fyrrverandi yfirmanns þeirra að Hvíta húsinu. Á meðan flestir þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir hátt settir fulltrúar hans fylkja liði bakvið Trump hefur hávær minnihluti lagst gegn framboði hans, að því er fram kemur í umfjöllun AP-fréttaveitunnar. Pence var lengi talinn einn tryggasti bandamaður Trumps áður en hann sneri baki við honum og neitaði að taka þátt í tilraunum hans til að halda í völd eftir tapið gegn Joe Biden í forsetakosningunum árið 2020.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. 28. október 2023 18:46