Ítalíuslagur verður í átta liða úrslitunum því AC Milan og Roma mætast. Topplið Þýskalands, Leverkusen, mætir West Ham og loks mætast Benfica og Marseille.
Átta liða úrslitin:
- AC Milan - Roma
- Liverpool - Atalanta
- Leverkusen - West Ham
- Benfica - Marseille
Einnig var dregið til undanúrslita og því ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að komast í úrslitaleikinn í Dublin miðvikudaginn 22. maí.
Undanúrslitin:
- Benfica/Marseille - Liverpool/Atalanta
- AC Milan/Roma - Leverkusen/West Ham
Leikirnir í átta liða úrslitum fara fram 11. og 18. apríl, en leikirnir í undanúrslitum verða spilaðir 2. og 9. maí.