Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Aron Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 13:31 Mark Coleman drýgði svo sannarlega hetjudáð á dögunum er hann bjargaði foreldrum sínum úr brennandi húsi Vísir/Samsett mynd Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu. MMA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Sjá meira
Eftir að Coleman hafði komið foreldrum sínum á heilu og höldnu út úr brennandi húsinu gerði hann tilraun til þess að bjarga hundi fjölskyldunnar, Hammer, en það tókst því miður ekki. Coleman var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús þar sem að um tíma var óttast um líf hans. Foreldrar Coleman sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla en hann lá sjálfur inn á gjörgæsludeild í nokkra daga. Coleman var svæfður svo læknar sjúkrahússins gætu hlúið að lungum hans sem hlutu mikinn skaða vegna hitans og reyksins sem fyllti brennandi húsið en fjölskylda hans hefur nú birt myndband frá herbergi Coleman á sjúkrahúsinu þar sem sjá má hann glaðvakandi. Á myndskeiðinu má sjá hann taka utan dætur sínar og nánast um leið bresta í grát. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ mátti heyra Coleman segja. „Ég sver til guðs, ég er svo heppinn. Ég trúi því ekki að foreldrar mínir séu á lífi. Ég þurfti að taka ákvörðun. Ég fór út úr herbergi mínu og í átt að útidyra hurðinni. Um leið var staðan orðin hræðileg og ég náði ekki andanum. Þurfti að fara út áður en ég hélt aftur inn í brennandi húsið. Ég trúi þessu ekki. Ég náði þeim en ég fann ekki Hammer.“ View this post on Instagram A post shared by Fighter Daily (@fighterdailydotcom) Coleman er sannkallaður brautryðjandi í heimi blandaðra bardagalista. Hann varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC sambandsins árið 1997 og var svo, árið 2008 vígður inn í frægðarhöll UFC. Foreldrar Mark sluppu frá eldsvoðanum án teljandi meiðsla. Mark sjálfur liggur inn á gjörgæslu en NBC hefur það eftir fjölskyldumeðlimum að hann muni vinna þennan bardaga, líkt og bardagana fjölmörgu sem hann hefur unnið inn í bardagabúrinu.
MMA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Sjá meira