Nú má heita Hendrix og Tótla Árni Sæberg skrifar 14. mars 2024 12:34 Jimi Hendrix heitinn og Tótla I. Sæmundsdóttir. Vísir Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkurn fjölda nýrra mannanafna. Meðal þeirra eru Hendrix, Sammi, Tótla, Smíta, Alífa og Þruma. Aftur á móti fellst nefndin ekki á að fólk menn megi heita Aftur. Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls. Mannanöfn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir í nýbirtum úrskurðum mannanafnanefndar, sem kveðnir voru upp á fundum nefndarinnar 7. og 13. þessa mánaðar. Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, greindi frá því á dögunum að hún hefði formlega breytt nafni sínu í Tótla eftir að hafa verið kölluð það í fjölda ára. Ljóst má þykja að hún hafi verið sú sem óskaði eftir því að nafnið yrði skráð á mannanafnaskrá. Nefndin samþykkti nafnið möglunarlaust með vísan til þess að það taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Tótlu, og teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Ekki í boði að leiða nafn af atviksorði Mannanafnanefnd hafnaða fjórum beiðnum um nöfn. Það voru kvenmannsnafnið Íja og karlmannsnöfnin Aftur, Bjarkarr og Snæfells, sem var þó samþykkt sem millinafn. Aftur var hafnað á þeim grundvelli að engin hefð sé fyrr því að nöfn séu dregin af atviksorðum. Bjarkarr var hafnað þar sem ritháttur þess er ekki í samræmi við ritreglur og undantekningar um hefð í fjölskyldu og fornt mál eiga ekki við. Nafninu Íja var hafnað þar sem rithátturinn gæti ekki talist í samræmi við ritreglur, þar sem j er ekki ritað á eftir í. Tekið er fram í úrskurðinum að ef nafnið væri ritað annaðhvort Ía eða Ýja væri ritun þess í samræmi við almennar ritreglur. Snæfellsjökuls stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull Eiginnafninu Snæfellsjökuls var hafnað á þeim grundvelli að orðmyndin Snæfellsjökuls sé eignarfallsmynd nafnsins Snæfellsjökull, sem er þekkt nafn á jökli. Að nota Snæfellsjökuls í nefnifalli stríði gegn hefð nafnsins Snæfellsjökull og því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn. Nafnið uppfylli hins vegar skilyrði laga um millinafn þar sem það sé dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn né sé það ættarnafn. Því var það samþykkt sem millinafn. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt: Eiginnöfn karlmanna: Hendrix, Laki, Paolo, Sammi og Þórhannes. Eiginnöfn kvenna: Adriana, Alífa, Bessa, Eyrarrós, Íena, Mánarós, Smíta, Tótla, Veronica, Þruma og Æví. Kynhlutlaust eiginnafn: Ár. Millinöfn: Fríðhólm, Konn, Skaftfeld og Snæfellsjökuls.
Mannanöfn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira