Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 12:30 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira